FJÖLBREYTT ÞJÓNUSTA SEM HENTAR ÞÍNU FYRIRTÆKI

Stöðugreining

ÖRYGGISSTJÓRNUN framkvæmir heildræna greiningu á stöðu og skipulagi
öryggismála. Við greinum tækifæri til umbóta og aðstoðum við forgangsröðun verkefna. Allt sem hluti af langtíma öryggisvegferð til framtíðar.

Stafrænar lausnir

ÖRYGGISSTJÓRNUN nýtir viðurkenndar aðferðir og skapandi lausnir á sviði
öryggismála til að framkvæma kerfisbundna stöðugreiningu öryggismenningar á þínum 
vinnustað. Innlendur og alþjóðlegur samanburður.

Öryggisvegferð

Með langtíma öryggisvegferð ÖRYGGISSTJÓRNUNAR að leiðarljósi tryggjum við að fyrirtækið þitt fylgi ýtrustu öryggisstöðlum, uppfylli lagaskyldur og sé í takt við nýjustu strauma og stefnur í sínum öryggismálum.

Öryggisvísitala fyrirtækja

ÖRYGGISVÍSITALA FYRIRTÆKJA metur viðhorf starfsmanna til öryggis á vinnustaðnum, greinir stöðu öryggismála og birtir tillögur til úrbóta.

Öryggisstjóri til leigu

ÖRYGGISSTJÓRI TIL LEIGU er þjónusta sem gefur fyrirtækjum kost á að ráða til sín sérfræðing í öryggisstjórnun tímabundið, fast eða eftir þörfum.

Verkefnastýring

VERKEFNASTÝRING Í ÖRYGGISMÁLUM tryggir skilvirka stjórn og samhæfingu frá upphafi til enda. Við hjálpum við þér að ná markmiðum þínum hratt og örugglega.

Þekkingarmiðlun

ÖRYGGISSTJÓRNUN leggur áherslu á samvinnu við starfsmenn fyrirtækja og jafnframt þekkingarmiðlun í öryggismálum s.s. gerð áhættumats, öryggisþjálfun og reglubundnar öryggisúttektir.

Sérfræðiráðgjöf

Hjá ÖRYGGISSTJÓRNUN starfa sérfræðingar sem hafa yfirgripsmikla og margra ára reynslu í öryggismálum. Við mótum sérsniðnar lausnir sem henta fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.

Sjálfbærni

ÖRYGGISSTJÓRNUN aðstoðar fyrirtæki að vera sjálfbær í sínum öryggismálum, efla öryggismenningu, fækka slysum og uppfylla á sama tíma nútímakröfur sem snúa að sjálfbærnistöðlum fyrirtækja.

DÆMI UM ATVINNUGREINAR SEM VIÐ ÞJÓNUSTUM

Sjávarútvegur

Sveitarfélög

Framleiðsla og iðnaður

Ferðaþjónusta

Byggingariðnaður

Verslun og þjónusta

ÖRUGGARA ÍSLAND
OKKAR MARKMIÐ