Öryggið í fyrirrúmi hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja

Fyrr í sumar heimsótti teymi Öryggisstjórnunar Vestmannaeyjar og kynnti niðurstöður öryggiskönnunarinnar Öryggisvísitala sjómanna fyrir áhöfnum tveggja skipa hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja (VSV).

Könnunin var framkvæmd í vor og var markmið heimsóknarinnar að fara yfir lykilniðurstöður, ræða helstu styrkleika og tækifæri til umbóta og hvernig hægt er að vinna áfram að styrkingu öryggismenningar um borð.

Á fundunum sköpuðust líflegar umræður þar sem áhafnir deildu reynslu og bentu á tækifæri til úrbóta. Niðurstöður Öryggisvísitölunnar verða nýttar til markvissrar eftirfylgni, þjálfunar og forvarna með það að markmiði að efla enn frekar öryggi sjómanna í daglegu starfi.

Öryggisstjórnun þakkar VSV kærlega fyrir góðar móttökur og árangursríka samvinnu. Við hlökkum til að fylgja eftir innleiðingu úrbóta og halda áfram að styðja við öfluga öryggismenningu í íslenskum sjávarútvegi.

Á myndinni fer Lilja Björg Arngrímsdóttir, lögfræðingur og yfirmaður starfsmannamála VSV, yfir öryggismálin til sjós með áhöfnunum.

Deila færslu:
Facebook
Twitter
LinkedIn
WhatsApp

Sambærilegar fréttir: