Í gær var Öryggisvísitala sjómanna send út á alla sjómenn hjá fjórum útgerðum. Með Öryggisvístölunni er verið að meta skipulag og framkvæmd öryggismála um borð í íslenskum fiskiskipum og er hún liður í að mæla langtíma árangur í öryggisvegferð útgerðanna. Þær útgerðir sem taka þátt í Öryggisvísitölu sjómanna í ár eru Vísir, Skinney-Þinganes, Gjögur og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum. Strax fyrsta sólarhringinn hafa yfir 100 sjómenn svarað en könnunin verður í gangi næstu vikurnar.
Niðurstöður úr Öryggisvísitölu sjómanna veita stjórnendum útgerða skýra mynd varðandi tækifæri og áskoranir í öryggismálum sjómanna niður á skip og fyrir útgerðina í heild sinni. Sömuleiðis fá útgerðir innsýn í hvernig öryggisstjórnun útgerðarinnar mælist miðað við aðrar útgerðir á Íslandi.
Með Öryggisvísitölu sjómanna stuðla útgerðir að markvissum og gagndrifnum ákvarðanatökum í öryggismálum sjómanna út frá mælanlegum gögnum. Þannig tryggjum við að saman siglum við í átt að öruggari sjávarútvegi.
Kynntu þér Öryggisvísitölu sjómanna nánar með því að smella á myndbandið hér fyrir neðan.